Samkór Kópavogs

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Ilmur að vori, vortónleikar Samkórs Kópavogs 2025.
             Þema tónleikanna er tónlist eftir norræn tónskáld og víða verður komið við í fjölbreyttri efnisskrá en þar koma m.a. við sögu tónskáldin                              Jóhann G. Jóhannsson, Tómas R. Einarsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Sænska ABBA tónskáldið Benny Andersson fær sinn sess                           sem og norsku tónskáldin Ola Gjeilo og Henning Sommerro.
Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari verða gestir og munu flytja þekktar norrænar söngperlur.
Stjórnandi kórsins er Lenka Mátéová og píanóleikari er Peter Máté.
Verið innilega velkomin að finna ilminn að vorinu með okkur á mánudagskvöldi í maí.
Miðaverð 4000 kr. frítt fyrir 12 ára og yngri.

Miðasala á
https://tix.is/event/19457/ilmur-ad-vori 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 
Kórfélagar eru um fimmtíu talsins.
Mikil gróska er í kórstarfinu og ávallt gaman á kóræfingum.
Góður andi ríkir í hópnum og  mikill  metnaður er lagður í söngstarfið
sem og allt félagsstarf í kórnum.
 
 
 
 

 

Samkór Kópavogs er rótgróinn blandaður kór skipaður síungu kórfólki á öllum aldri.

Kórinn leggur áherslu á metnaðarfullan kórsöng og tekst á við skemmtilegar og krefjandi tónsmíðar úr ýmsum áttum.

Kórinn er skipaður fólki úr Kópavogi sem og víðast hvar annars staðar af höfuðborgarsvæðinu.

Kórinn heldur árlega tónleika og fer reglulega í söngferðir bæði innan og utanlands.

Í kórnum ríkir jafnan mikil samheldni og góður félagsandi og er ávallt vel tekið á móti nýjum félögum.

Söngstjóri kórsins er Lenka Mátéová.

Æfingar eru í Digraneskirkju einu sinni í viku, á mánudagskvöldum kl. 19.00 – 21.30.

netgfang kórsins er: [email protected]

 
 
 
 
 

 
 
 

 
   

 

Samkór Kópavogs 50 ára

Samkór Kópavogs fagnaði 50 ára afmæli sínu á árinu 2016 en þann 18. október 1966 stofnuðu söngglaðir og framsýnir Kópavogsbúar kórinn.

Á meðal stofnfélaganna var Jan Morávek sem stjórnandi kórnum uns hann féll skyndilega frá árið 1970. Jan Morávek var af tékkneskum ættum en alinn upp í Vínarborg.

Hann var afar metnaðarfullur og hæfileikaríkur tónlistamaður og lagði sterkan grunn að því öfluga og góða söngstarfi sem ríkt hefur hjá kórnum æ síðan.

Fyrsti formaður kórsins var Valur Fannar sem jafnframt var einn af stofnendum hans.

Í áranna rás hefur Samkórinn komið fram við hin ýmsu tækifæri, haldið árlega tónleika í Kópavogi og farið í fjölda söngferða bæði innan- og utanlands,

m.a. heimsótt alla vinabæi Kópavogs á Norðurlöndunum.


Stjórnandi Samkórsins frá árinu 2024 er Lenká Mátéová.  Núverandi formaður er Sigríður Finnsdóttir

 
     

        

 

                                      Lenka Mátéová stjórnandi Samkórs Kópavogs.

Samkór Kópavogs       [email protected]

Flettingar í dag: 342
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 2272
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 583479
Samtals gestir: 55602
Tölur uppfærðar: 30.4.2025 10:13:52