VELKOMIN  Á HEIMASÍÐU SAMKÓRS KÓPAVOGS

 

 

 

Samkór Kópavogs er rótgróinn blandaður kór skipaður síungu kórfólki á öllum aldri. Kórinn leggur áherslu á metnaðarfullan kórsöng og tekst á við skemmtilegar og krefjandi tónsmíðar úr ýmsum áttum. Kórinn er skipaður fólki úr Kópavogi sem og víðast hvar annars staðar af höfuðborgarsvæðinu. Kórinn heldur árlega tónleika og fer reglulega í söngferðir bæði innan og utanlands. Í kórnum ríkir jafnan mikil samheldni og góður félagsandi og er ávallt vel tekið á móti nýjum félögum.

                           Söngstjóri kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Friðrik hefur mikla og farsæla reynslu af kórstjórn                               og hefur kórinn styrkts mikið undir hans stjórn. 

Æfingar eru einu sinni í viku, á mánudagskvöldum kl. 19.00 – 21.30. Æfingar eru í Digraneskirkju.

 

 Aðventutónleikar Samkórs Kópavogs 2018

verða í Digraneskirkju

fimmtudaginn 13. desember kl 20:00

Verið hjartanlega velkomin.

 

 
 
 

 

 

Við þökkum öllum þeim sem komu og voru með okkur á vortónleikunum þann 6.maí,

og vonum að þið hafið notið vel, nú erum við komin í sumarfrí,

en byrjum á fullu aftur í byrjun september 2018.

 

 

 

VORIÐ ER KOMIÐ

Vortónleikana okkar sem voru í Hjallakirkju sunnudaginn 6.maí kl. 17:00 

 Við sungum vor og ættjarðarlög sem lifað hafa með
þjóðinni frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1918.   

Einnig fjöruga Madrigalar frá 15. öld, eftir Thomas Morley og Adriano Banchieri

ásamt lögum eftir Jón Nordal, Valgeir Guðjónsson og fleiri innlend og erlend tónskáld.

 

 

 
 
 

 

 

 
 
 
 
 
 

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs voru haldnir í Hjallakirkju í des 2017.

Tókust þeir vel og söng kórinn jólalög fyrir fullu húsi.

 
 

                    Samkór Kópavogs fagnaði 50 ára afmæli sínu á árinu 2016.

                    Þetta myndband hér undir var sett saman í tilefni afmælisins. 

 

 

 
 
 
 
 

                 Hér er umfjöllun um afmælisferð Samkórs Kópavogs til Vesturheims sumarið 2016

 
   

 

Samkór Kópavogs 50 ára

Samkór Kópavogs fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári en þann 18. október 1966 stofnuðu söngglaðir og framsýnir Kópavogsbúar kórinn. Á meðal stofnfélaganna var Jan Morávek sem stjórnandi kórnum uns hann féll skyndilega frá árið 1970. Jan Morávek var af tékkneskum ættum en alinn upp í Vínarborg. Hann var afar metnaðarfullur og hæfileikaríkur tónlistamaður og lagði sterkan grunn að því öfluga og góða söngstarfi sem ríkt hefur hjá kórnum æ síðan. Fyrsti formaður kórsins var Valur Fannar sem jafnframt var einn af stofnendum hans.

Í áranna rás hefur Samkórinn komið fram við hin ýmsu tækifæri, haldið árlega tónleika í Kópavogi og farið í fjölda söngferða bæði innan- og utanlands, m.a. heimsótt alla vinabæi Kópavogs á Norðurlöndunum.

Fyrirhugað er að halda veglega upp á 50 ára afmæli Samkórsins. Kórinn stefnir á að koma fram sem oftast og víðast á afmælisárinu. Auk þess að syngja fyrir Kópavogsbúa þá mun kórinn einnig halda í ferðalög á árinu. Í lok apríl er fyrirhuguð söngferð á Snæfellsnes og í lok júlí mun kórinn halda á Íslendingaslóðir í Kanada þar sem hann mun taka þátt í hinni árlegu Íslendingahátíð í Gimli og verður þar aðal kórinn á hátíðinni. Í október verða haldnir veglegir afmælistónleikar og stefnt er að jólatónleikum á aðventu.
Stjórnandi Samkórsins frá árinu 2013 er Friðrik S. Kristinsson og núverandi formaður er Birna Birgisdóttir. Í kórnum eru nú um áttatíu félagar og hafa þeir aldrei verið fleiri.

 
     
 
 
 
 
 

      Kóræfingar eru mánudögum kl.19.00 - 21.30 í Digraneskirkju.

Netfang kórsins er: samkor@samkor.is

            

 


           Friðrik S. Kristinsson stjórnandi Samkórs Kópavogs.

 

 

 
 
 
 
 

Samkór Kópavogs       samkor@samkor.is

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 41
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 353816
Samtals gestir: 92375
Tölur uppfærðar: 19.4.2019 03:14:36