VELKOMIN Á HEIMASÍÐU
SAMKÓRS KÓPAVOGS
VORIÐ ER KOMIÐ
Það styttist í vortónleikana okkar sem verða í Hjallakirkju sunnudaginn 6.maí kl. 17:00
Samkór Kópavogs bíður ykkur hjartanlega velkomin á vortónleikana.
Eins og yfirskrift tónleikanna ber með sér syngjum við vor og ættjarðarlög sem lifað hafa með
þjóðinni frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1918. Kórinn flytur tvo kóra úr Carmina Burana
eftir Carl Orff og fjöruga Madrigala frá 15. öld, eftir Thomas Morley og Adriano Banchieri. Á
efnisskránni verða einnig lög m. a. eftir Jón Nordal, Valgeir Guðjónsson og fleiri innlend og erlend tónskáld.
|
||||
|
||
Jólatónleikar Samkórs Kópavogs voru haldnir í Hjallakirkju í des 2017.
Tókust þeir vel og söng kórinn jólalög fyrir fullu húsi.
Samkór Kópavogs er rótgróinn blandaður kór skipaður síungu kórfólki á öllum aldri. Kórinn leggur áherslu á metnaðarfullan kórsöng og tekst á við skemmtilegar og krefjandi tónsmíðar úr ýmsum áttum. Kórinn er skipaður fólki úr Kópavogi sem og víðast hvar annars staðar af höfuðborgarsvæðinu. Kórinn heldur árlega tónleika og fer reglulega í söngferðir bæði innan og utanlands. Í kórnum ríkir jafnan mikil samheldni og góður félagsandi og er ávallt vel tekið á móti nýjum félögum.
Söngstjóri kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Friðrik hefur mikla og farsæla reynslu af kórstjórn og hefur kórinn styrkts mikið undir hans stjórn.
Æfingar eru einu sinni í viku, á mánudagskvöldum kl. 19.00 – 21.30. Æfingar eru í Digraneskirkju.
Samkór Kópavogs fagnaði 50 ára afmæli sínu á árinu 2016.
Þetta myndband hér undir var sett saman í tilefni afmælisins.
|
||||||||||||||||||||
Kóræfingar eru mánudögum kl.19.00 - 21.30 í Digraneskirkju. Netfang kórsins er: samkor@samkor.is
|
Friðrik S. Kristinsson stjórnandi Samkórs Kópavogs.
Samkór Kópavogs samkor@samkor.is