Velkomin á heimasíðu Samkórs Kópavogs

 

 

 

 

 

Ert þú söngfugl ?
Láttu drauminn rætast.

Samkór Kópavogs óskar eftir hressu söngfólki í allar raddir

Raddpróf í samráði við kórstjóra.
Framundan er spennandi vetur hjá kórnum

sem endarmeð utanlandsferð í júní 2024.

Æft er í Digraneskirkju á mánudagskvöldum kl. 19-21.30

Aldursbil er 20-60 ára

             Sendu skilaboð og fáðu nánari upplýsingar, á netfangið: [email protected]                         eða í síma 840-3328 (formaður)
Hlökkum til að heyra frá þér.

 

 

 

 

 
 
 
                            Samkóinn æfir alla mánrudaga frá kl. 19.00 – 21.30

 Æfingar fara fram í Digraneskirkju.

Kórfélagar eru um sextíu talsins. Mikil gróska er í kórstarfinu og ávallt gaman á kóræfingum.

Góður andi ríkir í hópnum og mikill metnaður er lagður í söngstarfið

sem og allt félagsstarf í kórnum.

 

Ég á mér draum, vortónleikar Samkórs Kópavogs 2023 verða haldnir í Digraneskirkju fimmtudaginn 4. maí kl 20. Miðaverð 3500 kr. Miðar fást hjá kórfélögum og við innganginn.

Verið hjaranlega velkomin.

 

 

 

Jólatónleikar voru haldnir í Hjallakirkju fimmtudaginn 15. desember 2022 kl. 20:00

Stjórnandi  Friðrik S. Kristinsson
Einsöngvari á tónleikunum var María Jónsdóttir.  Á orgeli og píanó var Lenka Mátéová.

 

 

 

 
 
 

 

 

Samkór Kópavogs er rótgróinn blandaður kór skipaður síungu kórfólki á öllum aldri. Kórinn leggur áherslu á metnaðarfullan kórsöng og tekst á við skemmtilegar og krefjandi tónsmíðar úr ýmsum áttum. Kórinn er skipaður fólki úr Kópavogi sem og víðast hvar annars staðar af höfuðborgarsvæðinu. Kórinn heldur árlega tónleika og fer reglulega í söngferðir bæði innan og utanlands. Í kórnum ríkir jafnan mikil samheldni og góður félagsandi og er ávallt vel tekið á móti nýjum félögum.

Söngstjóri kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Friðrik hefur mikla og farsæla reynslu af kórstjórn    og hefur kórinn styrkts mikið undir hans stjórn. 

Æfingar eru einu sinni í viku, á mánudagskvöldum kl. 19.00 – 21.30.

Æfingar eru í Digraneskirkju.

 

 
 
   
 
 

                                                                                                                                            Samkór Kópavogs fagnaði 50 ára afmæli sínu á árinu 2016.

Þetta myndband hér undir var sett saman í tilefni afmælisins. 

 

 

 
 

 

                Hér er umfjöllun um afmælisferð Samkórs Kópavogs til Vesturheims sumarið 2016

 
   

 

Samkór Kópavogs 50 ára

Samkór Kópavogs fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári en þann 18. október 1966 stofnuðu söngglaðir og framsýnir Kópavogsbúar kórinn. Á meðal stofnfélaganna var Jan Morávek sem stjórnandi kórnum uns hann féll skyndilega frá árið 1970. Jan Morávek var af tékkneskum ættum en alinn upp í Vínarborg. Hann var afar metnaðarfullur og hæfileikaríkur tónlistamaður og lagði sterkan grunn að því öfluga og góða söngstarfi sem ríkt hefur hjá kórnum æ síðan. Fyrsti formaður kórsins var Valur Fannar sem jafnframt var einn af stofnendum hans.

Í áranna rás hefur Samkórinn komið fram við hin ýmsu tækifæri, haldið árlega tónleika í Kópavogi og farið í fjölda söngferða bæði innan- og utanlands, m.a. heimsótt alla vinabæi Kópavogs á Norðurlöndunum.

Fyrirhugað er að halda veglega upp á 50 ára afmæli Samkórsins. Kórinn stefnir á að koma fram sem oftast og víðast á afmælisárinu. Auk þess að syngja fyrir Kópavogsbúa þá mun kórinn einnig halda í ferðalög á árinu. Í lok apríl er fyrirhuguð söngferð á Snæfellsnes og í lok júlí mun kórinn halda á Íslendingaslóðir í Kanada þar sem hann mun taka þátt í hinni árlegu Íslendingahátíð í Gimli og verður þar aðal kórinn á hátíðinni. Í október verða haldnir veglegir afmælistónleikar og stefnt er að jólatónleikum á aðventu.
Stjórnandi Samkórsins frá árinu 2013 er Friðrik S. Kristinsson og núverandi formaður er Birna Birgisdóttir. Í kórnum eru nú um áttatíu félagar og hafa þeir aldrei verið fleiri.

 
     
 
 
 
 
 

      Kóræfingar eru mánudögum kl.19.00 - 21.30 í Digraneskirkju.

Netfang kórsins er: [email protected]

            

 


           Friðrik S. Kristinsson stjórnandi Samkórs Kópavogs.

 

 

 
 
 
 
 

Samkór Kópavogs       [email protected]

Antal sidvisningar idag: 225
Antal unika besökare idag: 23
Antal sidvisningar igår: 100
Antal unika besökare igår: 37
Totalt antal sidvisningar: 104110
Antal unika besökare totalt: 20362
Uppdaterat antal: 30.9.2023 09:11:06