Stjórnandinn
Lenka Mátéová stjórnandi Samkórs Kópavogs frá janúar 2024
![]() |
Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi frá Konservatóríunni í Kromeriz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu og hún hefur leikið einleik víða í Evrópu.
Lenka hefur starfað á Íslandi frá árinu 1990, fyrst á Stöðvarfirði, svo árin 1993–2007 sem kantor við Fella- og Hólakirkju og árin 2007–2024 í Kópavogskirkju. Hún hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari.
Auk starfa sinna við kirkjur hefur Lenka kennt orgelleik við Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar og verið meðleikari með Karlakór Reykjavíkur, Drengjakór Reykjavíkur, Mótettukór, Hljómeyki og Samkór Kópavogs. Hún hefur spilað með þeim á tónleikum, í upptökum fyrir sjónvarp, útvarp og á hljómdiska.
Lenka hefur verið kórstjóri Samkórs Kópavogs frá janúar 2024.


