Kórstarfið

 

Samkóinn æfir alla mánrudaga frá kl. 19 – 21.30. Æfingar fara fram í Digraneskirkju.

Kórfélagar eru um sextíu talsins. Mikil gróska er í kórstarfinu og ávallt gaman á kóræfingum.

Góður andi ríkir í hópnum og mikill metnaður er lagður í söngstarfið sem og allt félagsstarf í kórnum.

 

Jólatónleikar 2023

Samkórinn mun söng inn aðventuna með ljúfum og fallegum aðventu- og jólalögum

sunnudaginn 3. desember 2023  kl. 17 í Digraneskirkju.

Einsöngvari á tónleikunum er tenórsöngvarinn Gunnar Björn Jónsson tenór, 

orgel-og píanóleikari var Peter Maté, stjórnandi í forföllum Friðriks var Lenka MátéováLenka Mátéóva.

  

Vortónleikar 2022

Ég á mér draum, vortónleikar Samkórs Kópavogs 2023

voru haldnir í Digraneskirkju fimmtudaginn 4. maí kl 20. 

i

 

 

 

Jólatónleikar voru haldnir í Hjallakirkju fimmtudaginn 15. desember 2022 kl. 20:00

Stjórnandi  Friðrik S. Kristinsson
Einsöngvari á tónleikunum var María Jónsdóttir.  Á orgeli og píanó var Lenka Mátéová.

 

 

 

 
 
Vor 2022

Tónleikar voru haldnir 25.september 2022  kl. 20 í Hjallakirkju, þökkum við velunnurum komuna.

 

 

 

 

 
 
 
 

_______________________________________________________________________________________________________

 

Aðventutónleikar Samkórs Kópavogs 2019

 

________________________________________________________________________________________________

 

Samkór Kópavogs fór í velheppnaða söngferð til Edinborgar og Glasgow í byrjun október 2019

Þar voru haldnir tónleikar í tveimur stærstu kirkjum Skotlands,

St.Giles kirkjunni í Edinborg og St.Mary´s kirkjunni í Glasgow.

 

 

_______________________________________________________________________________________________________

 

Samkór Kópavogs söng á tónleikum með Fynsk Cantilena kórnum frá Odense í Danmörku 

uppstigningardag 30.maí,2019, í Digraneskirkju kl. 17. 
 

 

 

____________________________________________

 

Aðventutónleikar Samkórs Kópavogs 2018

voru í Digraneskirkju

fimmtudaginn 13. desember kl 20:00

 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

VORIÐ ER KOMIÐ

Vortónleikanar okkar sem voru í Hjallakirkju sunnudaginn 6.maí kl. 17:00 2018

 Við sungum vor og ættjarðarlög sem lifað hafa með
þjóðinni frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1918.   

Einnig fjöruga Madrigalar frá 15. öld, eftir Thomas Morley og Adriano Banchieri

ásamt lögum eftir Jón Nordal, Valgeir Guðjónsson og fleiri innlend og erlend tónskáld.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs voru haldnir í Hjallakirkju í des 2017.

Tókust þeir vel og söng kórinn jólalög fyrir fullu húsi.

 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

 

50 ára afmælistónleikar Samkórs Kópavogs voru haldnir í Hjallakirkju má 2016

Einsöngvarar með kórnum voru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Erla Alexandersdóttir

 

 

 

 

 
 

Vortónleikar Samkórs Kópavogs vorið 2015

Vorgyðjan kemur.

  

   

  

 

Vortónleikar Samkórs Kópavogs vorið 2014

voru í Digraneskirkju sunnudaginn 11. maí kl 17

 

 

 

 

Tónleikar Samkórs Kópavogs vorið 2013

 

Tónleikar Samkórs Kópavogs sumarið 2012

Kórinn fór í 10 daga kórferð til Rússlands og Finnlands í júní 2012 sungið var m.a. í Petri kirkjunni í St.Pétursborg og við messu  í Krist kirkju í Helsinki 17.júní

 Tónleikar Samkórs Kópavogs  í  Peteri kirkjunni á Nevsky Prosepkt í St Pétursborg 11.júní 2012

 

 

Tónleikar Samkórs Kópavogs vorið 2012

Vortónleikar Samkórs Kópavogs voru haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 21.apríl kl 16.  

 Á dagskrá voru dægurlög um ástina, sólina og sumarið.

 Einnig  tvö létt tónverk : Captain Noa and his floating zoo og Insalata Itaian

 

Samkór Kópavogs from Vilhjálmur Siggeirsson on Vimeo.

 

 

 

 

 

Vortónleikar Stabat Mater

   Langholtsskirkja apríl 2011

 

Samkór Kópavogs ásamt Kór Menntaskólans við Sund og sinfóníuhljómsveit skipuð kennurum og  nemendum úr tónlistarskólum á Reykjavíkursvæðinu
flutti verkið Stabat Mater verk eftir Karl Jenkins

í Langholtskirkju 17. og 18. apríl 2011

Einsöngvarar voru þær
Valgerður Guðnadóttir (mezzósópran) og
Ágústa Eva Erlendsdóttir (vocalist).
Hjörleifur Valsson var konsertmeistari 

stjórnandi á tónleikunum var Björn Thorarensen
.

Kórarnir tveir höfðu innan sinna raða yfir 100 söngvara og sinfóníuhljómsveitin úr skólunum var skipuð um 60 hljóðfæraleikurum, blöndu af kennurum og lengra komnum tónlistar­nemum.
Þetta var í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem Samkór Kópavogs í samvinnu við aðra tónlistarflytjendur frumflytur stórt kórverk eftir Karl Jenkins.Vorið 2010 var það Vopnaði maðurinn: Friðarmessa og vorið 2009 Requiem/Sálumessa.
Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem kórinn heldur tónleika í
Langholtskirkju.


Stabat Mater útleggur þjóðskáldið Matthías Jochumsson "Stóð við krossinn mærin mæra" í rómaðri þýðingu sinni á þessum 13 aldar kirkjutexta. Verkið fjallar um þjáningu Maríu meyjar, móður Krists, er hún fylgist með krossfestingu og dauða sonar síns.. Að venju fléttar Jenkins ýmsum utanaðkomandi textum inn í verkið og er þar m.a. að finna brot úr hinu ævaforna Gilgamesh sagnaljóði, ljóð eftir persneska 13. aldar skáldið Rumi, og 14. aldar sálminn Ave verum corpus. Einn kafli verksins er Harmljóð við texta Carol Bennet, eiginkonu tónskáldsins, og fluttur af Valgerði Guðnadóttur.
Eins og efni textans gefur tilefni til er Stabat Mater eftir Karl Jenkins lengst af hægferðugt og íhugult tónverk en um leið afar áhrifaríkt og rís á nokkrum stöðum upp úr hinum hægláta harmi þar sem raddir, strengir, lúðrar, trumbur og málmgjöll eru þanin til hins ýtrasta svo undir tekur í fjöllunum! .

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 192
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 184358
Samtals gestir: 31420
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:52:17